Hide

Problem D
Vatnskubbur

Languages en is

Jörmunrek vantar að flytja $n$ millilítra af vatni milli staða. Til þess ætlar hann að smíða sér vatnstank. Þar sem hann er ekki sérstaklega reyndur smiður ætlar hann einfaldlega að líma saman 6 plötur, bora gat og líma á það handfang. Þar sem honum er illa við ræðar tölur (og enn verr við rauntölur) vill hann að allar hliðarlengdir innan í kassanum séu heiltölufjöldi sentimetra. Þar sem hann er að smíða vatnskubb en ekki vatnsplötu vill hann ennfremur að engin hlið sé einn sentimetri. Til áminningar þá er einn rúmsentimetri nákvæmlega einn millilítri. Til að geta sett handfangið fyrir miðju var hann því að velta fyrir sér hvort hann geti valið hliðarlengdirnar þannig að tvær þeirra séu jafnar. Getur þú hjálpað honum?

Inntak

Inntakið inniheldur eina heiltölu $1 \leq n \leq 10^{18}$, millilítrafjölda tanksins.

Úttak

Ef hægt er að smíða tankinn með tvær hliðar jafnar, prentið Gengur!. Ef ekki, prentið Vonlaust!.

Sample Input 1 Sample Output 1
105
Vonlaust!
Sample Input 2 Sample Output 2
147
Gengur!