Problem AC
Fylking hæða
Languages
en
is
Eins og í mörgum gátum er búið að raða $n$ manns upp í röð, einskonar fylkingu, og eru þeir allir misháir. Þeir snúa allir eins, svo fyrsti maður sér engan annann, annar maður sér einungis þann fyrst og svo framvegis. Frekar en að vera allir með mislita hatta eða eitthvað þvíumlíkt geta þeir einfaldlega séð hversu háir þeir fyrir framan sig eru. Þú gengur á röðina og spyrð hvern og einn hversu margir fyrir framan hann séu hærri en þeir sjálfir. Að þessum upplýsingum gefnum, getur þú fundið út úr því hver hæðaröðin er?
Inntak
Inntakið byrjar á einni línu með einni heiltölu $1 \leq n \leq 10^5$, fjölda manns. Næst kemur ein lína með $n$ heiltölum $x_1, x_2, \dots , x_ n$. Gefið er að $0 \leq x_ i \leq i - 1$ þar sem manneskja $i$ sér aðeins $i - 1$ manneskju.
Úttak
Prentið út tölurnar $1, 2, \dots , n$ á einni línu. Prenta á tölurnar út í þeirri röð þannig að ef $i$-ta talan er $j$ þá sé $i$-ta manneskjan $j$-ta lægst. T.d. ef fremsta manneskjan er hæst, næsta er minnst og síðasta er þar á milli skal prenta 3 1 2.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
7 0 1 0 2 0 2 1 |
3 1 5 2 7 4 6 |