Problem A
Flygildaflug
Languages
en
is
Þú hefur ákveðið að taka þátt í árlegu flygildaflugskeppni Háskóla Íslands. Í þessarri keppni stjórnar hver keppandi flygildi og fær stig útfrá frammistöðu sinni við það verk. Flygildið byrjar á jörðinni ($y = 0$) og við upphafslínu ($x = 0$). Á hverjum tímapunkti er hægt að láta flygildið fljúga upp og áfram sem hliðrar staðsetningu þess um $(1, 1)$. Við þetta fær keppandi $m_1y + b_1$ stig þar sem $y$ er hæð flygildisins frá jörðu í upphafi þessarar hreyfingar. Einnig getur flygildið flogið beint áfram sem hliðrar staðsetningu þess um $(1, 0)$. Við þetta fær keppandi $m_2y + b_2$ stig þar sem $y$ er áfram það sama. Loks ef flygildið er ekki þegar niður við jörðu ($y = 0$) getur flygildið flogið niður á við og áfram sem hliðrar staðsetningu þess um $(1, -1)$. Þetta gefur $m_3y + b_3$ stig þar sem $y$ merkir enn það sama. Athugið að stig keppanda eru margföldið saman fyrir eitt flug frekar en að þau séu lögð saman. Á hnitinu $(N, 0)$ er markið og keppendur verða að lenda á jörðinni í marki, ekki dugar að fljúga yfir. Hver er summa stiganna sem hægt er að fá fyrir allar mögulegar flugleiðir í þetta gefna mark?
Inntak
Fyrsta lína inntaksins inniheldur eina heiltölu $1 \leq Q \leq 10^4$. Næsta lína inniheldur þrjár heiltölur $0 \leq m_1, m_2, m_3 \leq 10^9$ og þriðja línan inniheldur þrjár heiltölur $-10^9 \leq b_1, b_2, b_3 \leq 10^9$. Loks koma $Q$ línur, hver með einni heiltölu $1 \leq N \leq 10^3$.
Úttak
Eina línu með summu stiganna yfir allar mögulegar flugleiðir í markið $(N, 0)$ mátað við $10^9 + 7$ fyrir hverja tölu $N$ í inntakinu.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
5 1 2 1 1 1 0 2 3 4 5 6 |
2 6 24 120 720 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
5 0 1 1 1 1 0 2 3 4 5 6 |
2 5 15 52 203 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
6 1 3 2 1 1 0 2 3 4 5 6 1000 |
3 13 75 541 4683 581423957 |