Problem G
Splay the Spire
Languages
en
is
Atli er að sóa tíma sínum með því að spila tölvuleiki eins
og vanalega. Hann er að spila leikinn Splay the Sire.
Hann er nú kominn í þá stöðu að vera að berjast við óvin og
vera bara með nokkur spil eftir til að berjast við þennan óvin.
Bardaginn fer fram með því að Atli byrjar á því að leika út
einu spilinu sínu, svo skaðar óvininn hann eitthvað mikið og
þetta er síðan endurtekið. Sá sem er fyrst búinn með alla
lífpunktana sína tapar. Ef bæði Atli og óvinurinn fara niður í
0 eða færri lífpunkta samtímis telst það sem ósigur fyrir Atla,
það dugar ekkert minna en ströng siðurstaða. En Atli getur bara
leikið hverju spili einu sinni. Hann verður þar að auki að
leika spil ef hann getur. Þegar spilin klárast tapar hann
ávallt þar sem hann getur ekki gert meiri skaða. Hann er því að
velta fyrir sér hvort spilin sem hann er með á hendi séu nóg
til að sigra andstæðinginn. Bæði Atli og óvinurinn eru með
einhvern fjölda lífpunkta og óvinurinn er með einhvern
grunnskaða sem hann skaðar Atla um hvert skipti sem hann á að
gera. Til viðbótar eru Atli og óvinurinn með styrktargildi sem
byrjar sem $0$ sem þeir
leggja við skaðann sinn. Þetta gildi getur verið neikvætt, en
ef það lagt við grunnskaðann er minna en $0$ breytist fjöldi lífpunkta ekki.
Eftirfylgjandi er tafla af öllum mögulegum spilum sem Atli gæti
verið með á hendi.
Nafn |
Áhrif |
Lay into |
Skaða óvin um $1$ fjórum sinnum |
Power up |
Hækka eigið styrktargildi um $2$ |
Whack |
Skaða óvin um $6$ |
Haymaker |
Skaða óvin um $10$ en taka sjálfur $3$ skaða (skaðinn um $3$ er ekki háður neinu styrktargildi) |
Surpass limits |
Tvöfalda eigið styrktargildi |
Dirty tactics |
Lækka styrktargildi óvinar um $2$ |
Bandages |
Hækka eigin lífpunkta um $8$ |
Xzodiac |
Sigra samstundis ef eigið styrktargildi er hærra en tvöfaldur fjöldi lífpunkta sem Atli á eftir |
Inntak
Fyrsta lína inntaksins inniheldur þrjár jákvæðar heiltölur $h_ A, h_ E, d$ með $1 \leq h_ A, h_ E, d \leq 10^9$. Talan $h_ A$ fjöldi lífpunkta sem Atli byrjar með, $h_ E$ er fjöldi lífpunkta sem andstæðingurinn byrjar með og $d$ er grunnskaði óvinarins. Önnur lína inntaksins inniheldur eina jákvæða heiltölu $n$ með $1 \leq n \leq 8$, fjöldi spila sem Atli hefur á hendi. Loks koma $n$ línur, hver með nafn á spili sem Atli er með á hendi, aðeins koma fyrir nöfn úr töflunni að ofan.
Úttak
Ef Atli getur ekki sigrað sama hvað, prentið ‘Engin vinningsleid!’. Annars prentið fyrst fjölda spila sem Atli leikur á einni línu og svo það margar línur með nöfn spilanna á, hver á sinni línu og í sömu röð og Atli notar þau. Ekki prenta spil sem leikin eru eftir að Atli hefur sigrað. Ef til er fleiri en ein vinningsleið má prenta hverja þeirra sem er.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
10 10 1 2 Lay into Power up |
2 Power up Lay into |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
8 27 3 7 Bandages Power up Whack Power up Dirty tactics Haymaker Power up |
7 Bandages Power up Power up Dirty tactics Power up Whack Haymaker |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
7 1000000 1 6 Power up Bandages Power up Whack Surpass limits Xzodiac |
5 Power up Power up Whack Surpass limits Xzodiac |
Sample Input 4 | Sample Output 4 |
---|---|
1 100 1 4 Whack Whack Lay into Power up |
Engin vinningsleid! |