Hide

Problem D
BergMál

Languages en is
/problems/bergmal/file/statement/is/img-0001.png
Mynd fengin af flickr.com
Bergur er mjög klókur forritari og hefur hann þekkingu yfir flestum forritunarmálum heimsins. Þegar Bergur forritar þá gerir hann aldrei nein mistök og þarf aldrei að lagfæra það sem hann skrifar. Hann á reyndar við þann slæma vana að stríða að hann skrifar allan kóðann sinn í einni línu. Það er eitt forritunarmál sem einungis Bergur ræður við, enginn annar forritari hefur öðlast skilninginn sem þarf til að beita því. Það forritunarmál var einmitt hannað af honum Bergi.

Nú eru allir forritarar heimsins að reyna finna út úr því hvernig maður skrifar kóða í BergMáli þannig þeir hafa unnið saman og komið lyklagangrita fyrir á tölvunni hans Bergs. Lyklagangritinn sendir svo til baka hvaða lykla Bergur ýtti á í þeirri röð sem hann ýtti á þá. Getur þú tekið upplýsingarnar sem lyklagangritinn sendi og endurskrifað kóðann hans Bergs í BergMáli?

Inntak

Ein lína með upplýsingunum sem lyklagangritinn sendi. Lyklagangritinn sendir í minnsta lagi eitt tákn og í mesta lagi $1\, 000$ tákn.

Úttak

Skrifaðu út kóðann hans Bergs.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

100

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
#BergMal er malid
#BergMal er malid
Sample Input 2 Sample Output 2
_='_=%r;print(_%%_)';print(_%_)
_='_=%r;print(_%%_)';print(_%_)