Hide

Problem A
Av(1324)

Languages en is

Fimm dæmi komin, og komin hugmyndaþurrð hjá Arnari og Atla. Vanráða spyrja þeir aðra starfsmenn HR hvað skal leggja fyrir nemendur og eftir smá leit enda þeir á tali við Henning. Hann segir að “Pattern avoiding permutations” sé málið. Hann vill meina að ekkert sé áhugaverðara en að leysa gátuna um fjölda umraðana sem forðast mynstrið 1324. “En er þetta ekki svolítið þungt fyrir þau? Þetta er óleyst verkefni!” segir Arnar. Eftir smá umræðu var ákveðið að frekar en að láta nemendur leysa það verkefni, þá þurfa þau bara að gá hvort umröðun forðist mynstrið.

Því kemur nú að þér! Inntakið gefur þér umröðun π1,π2,,πn á tölunum 1,2,,n. Það þýðir að π1,π2,,πn eru tölurnar 1,2,,n, bara mögulega í annarri röð. Að ákvarða hvort umröðunin innihaldi mynstrið 1324 felst í því að athuga hvort til séu vísar 1i1<i2<i3<i4n þannig að πi1<πi3<πi2<πi4.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur heiltölu 1q105, fjöldi umraðana í inntaki. Næst fylgja 2q línur, hverjar tvær línur gefa eina umröðun. Fyrri línan inniheldur eina heiltölu ni, stærð umraðaninnar. Næsta lína inniheldur umröðunina 1π1,π2,,πnni með bili milli talna. Lát n vera samtals lengd allra umraðana í inntaki. Gefið er að n106.

Úttak

Fyrir hverja umröðun í inntakinu skal prenta eina línu. Ef mynstrið kemur ekki fyrir skal prenta “Ekkert mynstur!”. Annars skal prenta vísa 1i1<i2<i3<i4n þannig að πi1<πi3<πi2<πi4 með bili milli talna. Ef til er fleiri en ein fernd af slíkum vísum má prenta hverja sem er þeirra.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

20

1ni4

2

20

1ni20

3

25

1ni60

4

25

1ni2000

5

10

1ni106

Sample Input 1 Sample Output 1
4
4
1 2 3 4
4
1 3 2 4
10
3 4 2 5 1 6 7 8 10 9
10
8 5 7 2 9 6 3 4 1 10
Ekkert mynstur!
1 2 3 4
Ekkert mynstur!
2 3 6 10
Hide

Please log in to submit a solution to this problem

Log in