Hide

Problem D
Þjarki

Languages en is
/problems/thjarki/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com

Í frítíma sínum hefur Gunnar forritað lítinn þjarka sem fylgir örvum á gólfinu. Gólfinu hans er skipt upp í reiti, en á hverjum reit hefur hann sett niður ör sem bendir á einn af fjórum reitum sem eru í kringum reitinn.

Gunnar setur þjarkinn niður á reit á gólfinu. Þjarkurinn skoðar örina á reitnum sem hann er á, og fer á þann reit sem örin bendir á. Þar endurtekur þjarkurinn leikinn; skoðar örina á þeim reit, fylgir henni, og svo koll af kolli.

Gunnar er ekki alveg viss hvort þjarkurinn virki eins og hann eigi að virka, og hefur ekki tíma til að fylgjast með honum allan daginn enda þarf hann að fara í vinnuna. Gunnar biður þig um aðstoð. Gefinn reiturinn sem þjarkurinn byrjar á, og hversu mörg skref þjarkurinn á að taka, geturðu hjálpað Gunnari að finna hvaða reit þjarkurinn á að enda á?

Inntak

Fyrsta línan í inntakinu inniheldur tvær heiltölur $n$ og $m$ ($1 \leq n,m \leq 500$), fjöldi raða og fjöldi dálka á gólfinu.

Svo fylgja $n$ línur, hver með $m$ stöfum, sem saman tákna gólfið hans Gunnars. Stafirnir geta verið ‘^’ (ör sem bendir upp), ‘<’ (ör sem bendir til vinstri), ‘v’ (ör sem bendir niður) eða ‘>’ (ör sem bendir til hægri).

Svo kemur ein lína með heiltölunni $q$ ($1 \leq q \leq 10^4$), fjöldi fyrirspurna. Svo fylgja $q$ línur, ein fyrir hverja fyrirspurn, sem inniheldur þrjár heiltölur $x$, $y$ og $k$ ($1\leq x \leq n$, $1 \leq y \leq m$ og $1 \leq k \leq 10^9$), þar sem $x$ táknar röð reitsins sem þjarkurinn byrjar á, $y$ táknar dálk reitsins sem þjarkurinn byrjar á, og $k$ táknar fjölda skrefa sem þjarkurinn á að taka.

Úttak

Fyrir hverja fyrirspurn, skrifið út eina línu með tveimur heiltölum $x’$ og $y’$, þar sem $x’$ er röð reitsins sem þjarkurinn endar á, og $y’$ er dálkur reitsins sem þjarkurinn endar á.

Það mun aldrei koma upp tilfelli þar sem þjarkurinn mun labba út af gólfinu.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

15

$n=1$, $q=1$, $k \leq 1\, 000$, $q\leq 100$ og stafirnir geta bara verið ‘<’ og ‘>

2

15

$n=1$ , $q\leq 100$ og stafirnir geta bara verið ‘<’ og ‘>

3

15

$q\leq 100$ og stafirnir geta bara verið ‘<’, ‘>’ og ‘v

4

15

$k \leq 1\, 000$, $q\leq 100$

5

15

$q\leq 10$

6

25

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
3 4
>vv<
>>>v
^<^<
3
1 1 5
3 1 7
1 4 2
3 4
2 3
2 3
Sample Input 2 Sample Output 2
1 5
><<<<
2
1 5 3
1 2 2
1 2
1 2