Problem S
Striker-Count
Languages
en
is
Eitt gott vorkvöld var Bergur að spila Striker-Count. Hann er mjög góður í Striker-Count og vinnur andstæðinga sína yfirleitt algjörlega fyrirhafnarlaust. Því er hann farinn að pæla í því hvernig hann getur sigrað andstæðinga sína með stæl. Hann ákveður því að hann ætlar að hoppa upp í loftið, snúa sér í heilan hring og skjóta svo einu skoti með sínum trausta PWA. En hann fer að velta því fyrir sér, hver er mesti fjölda andstæðinga sem hann getur hitt með þessum hætti?
Við lítum svo á að Bergur sé staddur í núllpunkt hnitakerfis. Andstæðingar hans eru gefnir sem miðja hrings einhverstaðar í hnitakerfinu og geisla á þeim hring. Þá er eitt skot geisli útfrá núllpunkti og hittir það andstæðing þ.þ.a.a. geislinn skeri hringinn, ekki dugar að snerta hann. Gefið er að enginn andstæðingur innihaldi Berg. Hins vegar geta þeir skarast ef þeir standa ofan á hvorum öðrum. Þar sem Bergur er svo einstaklega góður í Striker-Count þá hittar hann samt báða ef geislinn sker báða hringina.
Inntak
Fyrsta línan er heiltala
Úttak
Eina heiltölu
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
5 5 0 1 10 0 1 0 5 1 0 -5 1 -5 0 1 |
2 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
6 2 2 2 6 2 1 10 2 1 2 6 1 6 6 1 2 10 1 |
3 |