Hide

Problem H
A Night To Remember

Languages en is
/problems/hi.anighttoremember/file/statement/is/img-0001.png
Mynd fengin af commons.wikimedia.org
Það er allt að gerast hjá KFFÍ (Keppnisforritunarfélagi Íslands). Félagið er búið að slá sér saman og ætlar að halda stórveislu. Fyrsta mál á dagskrá hjá stjórn félagsins er að panta einhvern mat til að bjóða upp á. Eins og gengur og gerist endar það með því að samið sé um að panta flatbökur frá Trominos. Þeir fletta því upp biðtímann og sjá að Trominos er með spá um hvað biðtíminn verður langur eftir því hvenær er pantað. Ef pöntun er lögð inn á tíma $t$ þá er biðtíminn gefinn með \[ f(t) = (t - a)^6 + (t - b)^4 + (t - c)^2 + d \]

þar sem $a, b, c, d$ eru stuðlar sem eru breytilegir frá degi til dags. En þetta veldur vissum vandræðum. Ef ætlunin er að pöntunin skili sér á einhverjum tíma $T$, hvenær á þá að leggja inn pöntun? Þrátt fyrir marga klára meðlimi geta meðlimir KFFÍ ekki pantað flatböku áður en ákveðið er að panta hana. Ákvörðunin um að panta flatbökur var tekin við tíma $t = 0$.

Inntak

Fyrsta línan í inntakinu hefur eina fleytitölu $0 \leq T \leq 10^9$ með mest $6$ aukastafi, tíminn þegar KFFÍ vill að pöntunin skili sér. Næsta lína hefur 4 fleytitölur $0 \leq a, b, c, d \leq 10^3$ með mest $6$ aukastafi, stuðlarnir sem lýsa biðtímafallinu að ofan.

Úttak

Ef ekki er til tími $t$ þ.a. flatbakan sé komin á tíma $T$, prentið ‘O nei!’. Prentið annars eina línu með tölunni $t$, tíminn þegar pöntun ætti að vera lögð inn til að hún sé tilbúin við tíma $T$. Ef til er meira en einn slíkur tími $t$, prentið minnstu jákvæðu slíku tölu. Svar telst rétt ef bein eða hlutfallsleg skekkja er minna en $10^{-6}$.

Sample Input 1 Sample Output 1
2.0
0.0 0.0 0.0 1.0
0.5591153088522895
Sample Input 2 Sample Output 2
2.0
2.0 1.0 1.0 1.0
O nei!