Hide

Problem E
Innstunguvesen

Í ótilteknum tölvunarfræðifyrirlestri í Háskóla Íslands hafa nemendurnir rekist á vandamál. Allir eru með fartölvuna sína uppi og þurfa hana til að vinna í verkefnum dagsins, en einhverra hluta vegna var stofan aðeins innrétt með eina innstungu. Nemendurnir eru viljugir til að deila þessarri innstungu, en sumir eru ekki vissir um að ein innstunga muni duga til að endast út fyrirlesturinn. Getur þú svarað þeirri spurningu? Nemendurnir eru það snöggir að skipta á því hvaða tölva er í sambandi að það má líta svo á að það taki engan tíma og skipta má eins oft og nauðsyn krefur.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur tvær tölur, eina heiltölu $1 \leq N \leq 10^5$ og eina fleytitölu $0 \leq r \leq 10^9$ sem hefur mest 6 aukastafi. $N$ gefur fjölda nemenda í stofunni og $r$ gefur hversu margar sekúndur af hleðslu fæst frá því að hafa tölvu í sambandi í eina sekúndu. Athugið að tölva tapar ekki hleðslu meðan hún er sambandi, hún bætir bara við sig $r$ sekúndur af hleðslu á sekúndu. Loks fylgir ein lína með $N$ heiltölum $1 \leq b_ i \leq 10^6$ sem gefa hversu margar sekúndur af hleðslu eru eftir í hverri tölvu fyrir sig.

Úttak

Prentið hvað líður langur tími frá byrjun fyrirlestrarins þar til að fyrsta tölvan muni nauðsynlega deyja sama hversu vel innstungunni er deilt. Svar telst rétt ef hlutfallsleg eða raunveruleg skekkja þess frá réttu svari er innan við $10^{-6}$. Ef hægt er að halda öllum tölvum gangandi eins lengi og vera skal á í staðinn að prenta “Endalaust rafmagn”.

Sample Input 1 Sample Output 1
3 1
4 4 4
12
Sample Input 2 Sample Output 2
3 3
1 2 3
Endalaust rafmagn

Please log in to submit a solution to this problem

Log in