Hide

Problem A
Sunnlenska

Eins og gengur og gerist var Atli á leiðinni út í Háskóla Íslands til að taka þátt í forritunarkeppni með nokkrum nemendum þess. Þar sem hann er á síðustu stundu eins og vanalega hafði hann beðið Berg um að kaupa snarl handa sér til að hafa í keppninni. En verandi Akureyringur talar Atli ekkert nema hreinustu norðlensku og skildi því sunnlendingurinn hann Bergur hann ekki alveg. Nú þarft þú að þýða snakksinnkaupalistann hans Atla yfir á sunnlensku svo Bergur skilji hann. Eins og frægt er kunna sunnlendingar ekki að bera fram stafinn ‘k’ svo fyrst af öllu þarf að skipta ut öllum ‘k’-um fyrir ‘g’. Einnig virðast sunnlendingar ekki kunna að meta stafinn ‘y’ heldur því þeir virðast mjög gjarnir á að skipta honum út fyrir ‘u’, svo einnig þarf að skipta út öllum ‘y’-um fyrir ‘u’. Mikilvægt er að benda á það að sunnlendingum líkar afar illa við að fjarlægja stafi úr stafrófinu samt svo þeir halda ennþá í ‘K’ og ‘G’ svo þau eru óbreytt. Svo eru nokkur snarls-tengd orð sem þarf að skipta út. Í fyrsta lagi skilst ekki hvað kók í bauk er, svo það þarf að skipta út öllum tilvikum af ‘bauk’ út fyrir ‘dos’. Þvínæst þarf að skipta út öllum tilvikum af ‘flatbaka’ fyrir ‘petsa’. Benda má á að orðaskipti taka forgang yfir bókstafaskipti, þ.a. ef t.d. ‘flatbakan’ kemur fyrir í textanum á að skipta því út fyrir ‘petsan’ en ekki ‘flatbagan’ þó svo að hljómi nógu sunnlenskt til að mögulega komast til skila. Aftur gildir þetta ekki um ‘Flatbakan’ né ‘Bauk’ því það gætu verið sérnöfn.

Getur þú hjálpað Berg að skilja hvaða snarl Atli vill éta?

Inntak

Inntakið kemur á einni línu sem endar á newline staf. Textinn getur innihaldið hvaða staf sem er í enska stafrófinu og bil. Það eru mest $5 \cdot 10^5$ stafir í inntakslínunni.

Úttak

Sami texti og gefinn var nema þýddur yfir á sunnlensku eins og lýst er að ofan.

Sample Input 1 Sample Output 1
griptu pylsu og kok i bauk
griptu pulsu og gog i dos
Sample Input 2 Sample Output 2
flatbaka fra akureyri
petsa fra agureuri

Please log in to submit a solution to this problem

Log in