Problem A
Reiknirit
Languages
en
is
Sem lokaverkefni í áfanganum Þróun Hugbúnaðar ákvað Þórður að skrifa forrit sem þjónar miklum tilgangi. Forritið hans er útfærlsa á eftirfarandi sauðakóða:
-
Les inn lista af tölum.
-
Prenta listann.
-
Fjarlægja öll eintök þess staks listans sem kemur oftast fyrir (ef margar tölur koma til greina er fjarlægt þá hæstu).
-
Endurtaka $2$ og $3$ þar til listin er tómur.
Til dæmis, ef forritið fær lista $[1, 2, 1, 4, 4]$ prentar það $‘1\ 2\ 1\ 4\ 4’$, svo $‘1\ 2\ 1’$ og að lokum $‘2’$. Þegar Þórður sagði vini sínum Garðari frá þessu forriti benti Garðar honum á að í versta falli vex stærð úttkasins í öðru veldi með stærð inntaksins. Þetta hræddi Þórð, því hann vill geta sýnt niðurstöður úr stórum keyrlsum á forritinu sínu þegar kynnir verkefnið, en ef úttakið er of stórt kemst það ekki fyrir á glærurnar. Hann leitar því til þín til aðstoðar. Gefið lista af tölum, segðu Þórði hversu margar tölur verða í úttakinu.
Inntak
Fyrri lína inntaksins inniheldur heiltöluna $1 \leq n \leq 10^6$. Seinni lína inntaksins inniheldur $n$ heiltölur, $i$-ta slíka tala, $e_ i$, uppfyllir $1 \leq e_ i \leq 10^9$.
Úttak
Eina lína úttaksins skal innihalda fjölda talna sem forritið hans Þórðar prentar fyrir gefna listann.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
5 1 2 1 4 4 |
9 |