Hide

Problem B
HKIO

Languages en is

Garðar er að reyna bæta keyrsluhraða forrits síns í leiknum HKIO. Forritið er á formi smalakóða og hann er búinn að rannsaka hversu oft hver lína í forriti hans keyrir. Hann er því búinn að keyra forritið á mörgum inntökum og er búinn að telja hvað hver lína var keyrð oft. En nú vill hann ákvarða hvaða hluti forritsins er hlutfallslega tímafrekastur. Hann vill því ákvarða hvaða samanhangandi bil lína í forritinu hafa hæsta meðaltal keyrslna. Getur þú hjálpað honum? Garðar er of upptekinn við að leysa fleiri HKIO verkefni til þess að hafa tíma til þess að gera þetta.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur eina jákvæða heiltölu $n$ með $1 \leq n \leq 10^5$. Næst fylgir ein lína með $n$ heiltölum $r_1, \dots , r_ n$ með $0 \leq r_ i \leq 10^9$, aðskilin með bilum.

Úttak

Prentið út staðsetningar endapunkta bilsins með hæsta meðaltal, ef fleiri en eitt slíkt bil er til má prenta út hvert þeirra sem er. Athugið að efsta línan er lína númer $0$.

Sample Input 1 Sample Output 1
7
1 0 0 2 2 2 0
3 5