Problem C
Yet Another Query On Array Problem
Languages
en
is
Þér er gefinn listi af $n$ tölum og síðan koma $q$ fyrirspurnir. Hver þeirra samanstendur af tveimur vísum $1 \leq i, j \leq n$. Ef $i$-ta talan í listanum er $x$ og $j$-ta talan í listanum er $y$, þá á að skipta út öllum tilfellum af $x$ í listanum fyrir $y$. Prenta á svo út hversu mörg $x$ voru í listanum fyrir breytingu, eitt bil, og svo fjölda $y$ sem eru í listanum eftir breytingu.
Inntak
Inntakið byrjar á einni línu með $1 \leq n \leq 2 \cdot 10^5$. Næsta koma allar $n$ tölurnar í listanum, í röð, með bili á milli á einni línu. Þessar tölur eru allar heiltölur og liggja á bilinu $[-10^9, 10^9]$. Næst kemur ein lína með $1 \leq q \leq 2 \cdot 10^5$. Loks koma $q$ línur, hver með tveimur vísum $i, j$ með bili á milli, eins og lýst er að ofan.
Úttak
Tvær tölur með bili á milli á sinni eigin línu fyrir hverja fyrirspurn, eins og lýst er að ofan.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
6 1 2 3 4 5 6 4 2 4 3 4 6 5 4 5 |
1 2 1 3 1 2 3 5 |