Hide

Problem AB
Fundir

Languages en is

Háskólí Íslands, verandi stór og flókin stofnun, þarf oft að boða til funda. Gríðarlegur fjöldi funda fer fram á lóðum háskólans og þarf því gott kerfi til að halda utan um alla þessa fundi svo enginn sé bókaður á tvo staði í einu, því Læknisfræðideild Háskóla Íslads hefur ekki alveg fundið út úr þessu með klónun ennþá. Þetta kerfi þarf því að hafna öllum fundarbókunum sem skarast á við fund sem er þegar til staðar. Verandi með tölvunarfræðideild voru nokkrir prófessorar búnir að vara stjórn Háskóla Íslands við því að dagsetningar væru gífurlega leiðinlegar að vinna með svo þeir hafa náð að semja um að allir fundartímar skulu vera mældir í fjölda sekúndna frá því að kerfið var sett af stað.

Getur þú búið til slíkt kerfi?

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur eina tölu, $1 \leq q \leq 10^5$, fjöldi fyrirspurna sem þarf að svara. Næst koma $q$ línur með fundarboðafyrirspurnum. Hver lína inniheldur þrjár heiltölur $1 \leq s, t_1, t_2 \leq 10^{18}, t1 \leq t2$. Þetta er þá beiðni um að bóka starfsmanninn með einkennnistölu $s$ á fund frá og með tíma $t_1$ til og með tíma $t_2$.

Úttak

Ein lína fyrir hverja fyrirspurn, ‘Fundur bokadur’ ef starfsmaðurinn er ekki þegar bókaður á fund á þeim tíma eða ‘Starfsmadur thegar a fundi’ annars.

Sample Input 1 Sample Output 1
3
1 1000 5000
1 6000 10000
1 4000 7000
Fundur bokadur
Fundur bokadur
Starfsmadur er thegar a fundi
Sample Input 2 Sample Output 2
5
1 1000 10000
2 1000 10000
1 14000 16000
1 12000 18000
2 10001 20000
Fundur bokadur
Fundur bokadur
Fundur bokadur
Starfsmadur er thegar a fundi
Fundur bokadur