Problem B
Einkaþjálfari
Languages
en
is
Eyþrúður er byrjuð að taka að sér tíma í ræktinni sem einkaþjálfari. Hver tími er nákvæmlega einn klukkutími að lengd, svo ekki er flókið að sjá til þess að tímar skarist ekki.
Hins vegar hefur hún nú áhyggjur af því að hún sé ekki með nægan tíma eftir fyrir hluti eins og svefn, erindi og frítíma. Því biður hún nú þig um að útbúa tölvukerfi sem hún getur skráð tímana í.
Það þarf að styðja að skrá tíma, eyða út tíma og svo að sjá hvað hún hefur margar lausar klukkustundir milli einhverra tveggja tímapunkta $T_1$ og $T_2$.
Inntak
Fyrsta lína inntaksins inniheldur heiltölu $q$, fjölda fyrirspurna sem munu fylgja. Næst fylgja $q$ línur, hver með einni fyrirspurn. Hver þeirra lína byrjar á stafnum A, D eða F. Ef línan byrjar á A fylgir næst tími $T$, þetta táknar að einhver vilji bóka tíma við tíma $T$. Ef þegar er tími bókaður á þeim tíma á ekki að gera neitt, annars á að bóka þann tíma. Ef línan byrjar á D fylgir næst tími $T$, þetta táknar að eyða eigi tímanum á tíma $T$. Ef ekki er neinn tími bókaður þá á ekki að gera neitt, annars á að eyða tímanum sem er bókaður. Loks ef línan byrjar á F fylgja tveir tímar $T_1$ og $T_2$. Þá á forritið að prenta fjölda klukkustunda frá $T_1$ til $T_2$ sem eru ekki bókaður, $T_1$ og $T_2$ þar með taldir. Ávallt gildir að $T_1 \leq T_2$.
Allir tímar í inntakinu eru minnst $0$ og mest $10^9$.
Úttak
Fyrir hverja fyrirspurn í inntaki sem byrjar á F skal prenta fjölda lausra tíma eins og lýst er að ofan.
Stigagjöf
|
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
|
1 |
20 |
$1 \leq q \leq 100$ |
|
2 |
30 |
$1 \leq q \leq 200\, 000$, mest $100$ fyrirspurnir sem byrja á F |
|
3 |
50 |
$1 \leq q \leq 200\, 000$ |
| Sample Input 1 | Sample Output 1 |
|---|---|
10 A 1 A 12 A 17 A 1 F 12 17 F 3 4 D 1 D 1 F 0 100 F 12 12 |
4 2 99 0 |
