Problem F
Lengsta Collatz keðja
Languages
en
is
Collatz tilgátan segir að ef maður tekur jákvæða tölu $n$ og framkvæmir eftirfarandi aðgerð endurtekið endar maður ávallt í einum. Ef talan er slétt deilir maður henni með $2$ en annars margfaldar maður með þrem og bætir svo við einum. Að deila með tvem eða að margfalda með þrem og bæta við einum telst sem eitt skref.
Við viljum skoða hvaða tala $< n$ tekur flest skref að enda í $1$.
Inntak
Fyrsta og eina lína inntaksins inniheldur jákvæða heiltölu $n \leq 10^6$.
Úttak
Prentið þá tölu $< n$ sem tekur flest skref að lenda í einum. Ef það eru jafntefli prentið þá minni töluna.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
100000 |
77031 |