Problem D
Einhver pýþagorísk þrenna
Languages
en
is
Þú færð ummál $n$ og vilt finna rétthyrndan þríhyrning með heiltöluhliðarlengdir sem hefur rétt horn og þetta ummál. Engin hlið má hafa lengd $0$, né neikvæða lengd.
Inntak
Fyrsta og eina lína inntaksins inniheldur jákvæða heiltölu $n \leq 10^4$.
Úttak
Prentið þrjár jákvæðar heiltölur $a, b, c$ með bili á milli. Hér eiga $a, b$ að vera lengdir skammhliðanna og $c$ lengd langhliðarinnar. Summa talnanna þarf að vera $n$ og þríhyrningurinn þarf að mynda rétt horn. Ef engin lausn er til skaltu prenta þrjú núll í staðin.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
1000 |
200 375 425 |