Hide

Problem G
Talnafræðileg ummyndun

Languages en is

Inntakið mun gefa þér tvær margliður. Þú átt einfaldlega að prenta út margfeldi þeirra. Þú þarft hins vegar að gera það hratt og mátað við $998\, 244\, 353$.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur tvær jákvæðar heiltölur $n, m$, fjöldi gefna stuðla í hvorri margliðu. Næstu tvær línur innihalda svo eina margliðu hvor. Hver margliða er gefin sem stuðlar hennar í vaxandi röð, það er að segja ef inntakið er a0 a1 a2 a3 þá er verið að gefa margliðuna $a_0 + a_1 x + a_2 x^2 + a_3 x^3$. Gefið er að $n, m \leq 10^6$ og að allir stuðlar $a_i$ uppfylli $0 \leq a_i < 998\, 244\, 353$.

Úttak

Prentið margfeldi margliðanna í inntakinu á sama formi og margliðurnar í inntakinu. Prentið nákvæmlega $n - m + 1$ stuðul í lokamargliðunni. Mátið alla stuðla við $998\, 244\, 353$.

Sample Input 1 Sample Output 1
3 4
1 2 3
4 5 6 7
4 13 28 34 32 21 
Sample Input 2 Sample Output 2
3 3
10000000 10000000 10000000
10000000 10000000 10000000
871938225 745632097 619325969 745632097 871938225