Hide

Problem C
Öll pör summa

Languages en is

Inntakið gefur tvö fjölmengi af tölum, $A$ og $B$. Síðan muntu fá fyrirspurnir sem innihalda tölu $x$ og biðja um fjölda leiða til að rita $x$ sem summu tveggja talna $a, b$ þar sem $a \in A$ og $b \in B$.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur tvær jákvæðar heiltölur $n, m$, fjöldi talna í hvoru fjölmengi. Næstu tvær línur innihalda svo tölurnar í hvoru fjölmengi. Hver tala $x$ í mengjunum uppfyllir $-10^5 \leq x \leq 10^5$. Næst kemur lína með jákvæðri heiltölu $q \leq 10^5$, fjölda fyrirspurna. Næst fylgja $q$ línur, hver með einni heiltölu $x$ sem uppfyllir $-10^9 \leq x \leq 10^9$.

Úttak

Fyrir hverja fyrirspurn $x$ skal prenta fjölda leiða til að velja $a \in A$ og $b \in B$ svo $x = a + b$. Prenta skal hverja tölu á sinni eigin línu.

Sample Input 1 Sample Output 1
3 4
1 2 3
4 5 6 7
3
5
7
9
1
3
2