Hide

Problem B
Braincutter's Association

Languages en is

Hluti af leiknum Braincutter’s Association er að halda utan um starfsmenn sambandsins. Alltaf mikið af nýjum starfsmönnum og svipað margir sem... eru ekki lengur hæfir til vinnu. Þeir eru mishæfir til ýmissa verka og má mæla þá hæfni með tveimur tölum, þrek þeirra og skynsemi þeirra. Þegar er verið að skrá starfsmann á tiltekið verkefni er oft krafist þess að önnur þessarra talna sé á ákveðnu bili. Þá er stundum gott að vita á hvaða bili hin talan gæti verið þegar litið er á alla mögulega starfsmenn.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur eina heiltölu $1 \leq q \leq 10^5$. Næst koma $q$ línur, hver með einni fyrirspurn. Hver lína inniheldur þrjár tölur $1 \leq t \leq 4$ og $1 \leq c, d \leq 10^9$. $t$ segir til um tegund fyrirspurnarinnar. Ef $t = 1$ hefur starfsmaður með þrek $c$ og skynsemi $d$ störf hjá sambandinu. Ef $t = 2$ hefur starfsmaður með þrek $c$ og skynsemi $d$ hætt störfum hjá sambandinu. Gefið er að slíkur starfsmaður vinni hjá sambandinu þegar fyrirspurn af þessu tagi kemur upp. Sambandið byrjar með enga starfsmenn. Ef $t = 3$ skal prenta lægsta og hæsta skynsemisgildi allra starfsmanna með þrekgildi í $[c, d]$ á einni línu með bili á milli. Loks ef $t = 4$ skal prenta lægsta og hæsta þrekgildi allra starfsmanna með skynsemisgildi í $[c, d]$ á einni línu með bili á milli.

Úttak

Fyrir hverja fyrirspurn með $t = 3$ eða $t = 4$ skal prenta lægsta og hæsta gildi eins og lýst er að ofan á sinni eigin línu. Ef enginn gildi uppfylla skilyrðin skal í staðinn prenta ‘Enginn!’.

Sample Input 1 Sample Output 1
10
1 4 4
1 2 6
1 6 2
3 4 6
4 2 4
3 3 5
2 4 4
3 3 5
2 2 6
3 1 6
2 4
4 6
4 4
Enginn!
2 2