Hide

Problem D
Háhýsi

Languages en is
/problems/hahysi/file/statement/is/img-0001.jpg
Lóðin (mynd fengin af flickr.com)
Siggi sement var nýlega ráðinn sem verktaki til að byggja háhýsi í miðbæ Reykjavíkur. Nýlega fékk hann þær upplýsingar að það er búið að úthluta honum lóð að stærð nm. Siggi er mjög nákvæmur þegar það kemur að starfinu sínu, og langar hann að meta kostnað og fýsileika á öllum mögulegum staðsetningum horna hússins. Kúnninn hans Sigga setti samt enga kröfu um hversu breitt né vítt húsið þarf að vera, svo lengi sem það er að minnsta kosti 1 fermetri og passi inn á lóðina. Lóðinni er skipt upp í reiti sem eru 1 fermetri hver (1m1m). Háhýsið þarf að vera rétthyrningur þegar horft er að ofan frá. Hvert einasta horn hússins þarf að vera fyrir miðju í einhverjum reit og engin tvö horn mega vera á sama reit. Siggi hefur ráðið þig í að meta hversu margar mögulegar staðsetningar hann þarf að meta.

Inntak

Fyrsta og eina línan í inntakinu er lengd lóðarinnar, og breidd lóðarinnar, n og m, aðskildar með bili. Gefið er að 1n,m1018.

Úttak

Skrifið út fjölda mögulegra staðsetninga á háhýsinu. Þar sem svarið getur verið mjög stórt skaltu skrifa út afganginn á svarinu þegar því er deilt með 109+7. Til dæmis ef það eru 1000203876 mögulegar staðsetningar á hornunum þá skal skrifa út 203869.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

10

1n,m7

2

10

1n,m50

3

20

1n,m200

4

20

1n,m2000

5

20

1n,m106

6

20

1n,m1018

Sample Input 1 Sample Output 1
2 2
1
Sample Input 2 Sample Output 2
3 4
18
Hide