Hide

Problem B
Lög

Dag einn, eins og svo marga aðra, sátu Kristján og Bergur í heitasta potti Vesturbæjarlaugar. Þar var verið að ræða Bítlana, eina af uppáhalds hljómsveitum Kristjáns, þegar Bergur fór að velta fyrir sér hvort Bítlarnir hafi einhvern tímann gefið út lag með titil sem innihéldi jafn marga bókstafi og nafn hljómsveitarinnar. Aðspurður, og eftir smá umhugsun, benti Kristján á lagið Drive my Car sem inniheldur jafn marga stafi og The Beatles, ef bil eru ekki talin með. Bergur er þó hrifnari af Bruce Springsteen og fór því að velta fyrir sér hvort hann ætti svipað lag. Hann var nokkuð lengi að hugsa (því það er erfitt að telja upp að $16$) en datt svo í hug Highway Patrolman.

Getur þú hjálpað Bergi og Kristjáni með því að útbúa forrit sem gefur öll svona lög fyrir gefna tónlistarmenn?

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur heiltöluna $1 \leq t \leq 100$. Eftir henni koma svo $t$ tilfelli. Hvert tilfelli byrjar á línu sem inniheldur heiltöluna $1 \leq n \leq 100$. Svo kemur lína sem inniheldur nafnið á tónlistarmanni. Þar á eftir koma $n$ línur sem innihelda hver sinn lagatitil. Nöfn tónlistarmanna og titlar laga verða aldrei lengri en $100$ stafir að lengd (bil þar með talin) og innihalda bókstafi úr enska stafrófinu ásamt bilum.

Úttak

Úttak hvers tilfellis skal byrja á nafni tónlistarmannsins í sinni eigin línu með tvípunkt aftast. Síðan skulu koma, í stafrófsröð, lagatitlar tónlistarmannsins sem innihalda jafn marga stafi og nafn tónlistarmannsins, hvert lag á eigin línu.

Sample Input 1 Sample Output 1
3
6
The Beatles
Yesterday
Let it Be
Yellow Submarine
Drive my Car
Penny Lane
Help
5
Bruce Springsteen
The Ties That Bind
Jungleland
Mansion on the Hill
Highway Patrolman
Reason to Believe
3
Nirvana
Smells like Teen Spirit
Even in His Youth
Lithium
The Beatles:
Drive my Car
Bruce Springsteen:
Highway Patrolman
Mansion on the Hill
Nirvana:
Lithium
Sample Input 2 Sample Output 2
2
1
a
a
1
a
a
a:
a
a:
a

Please log in to submit a solution to this problem

Log in