Hide

Problem F
Matarinnkaup

Languages en is
/problems/matarinnkaup/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af commons.wikimedia.org

Vel seldist af allskyns mat og drykk á Nauthóli síðustu daga. Nú er hins vegar komið að því að taka lagerstöðuna og undirbúa innkaup. Það verk fellur nú á þig. Gefið bæði uppskriftalista Nauthóls og kvittanir síðustu daga, hvað er búið að fara mikið af hverju hráefni?

Inntak

Fyrsta línan í inntakinu inniheldur tvær heiltölur 1u,k10000 þar sem u er fjöldi uppskrifta og k er fjöldi kvittana. Næst koma u lýsingar á uppskriftum. Fyrsta lína hverrar lýsingar inniheldur streng sem gefur nafn réttsins. Nöfn rétta eru einstök. Næsta lína inniheldur eina heiltölu 1h10000, fjölda hráefna sem uppskriftin kallar á. Loks koma h línur, hver með nafninu á einu hráefni, bili og svo heiltölu 1x500. Þetta merkir að til þurfi x eintök af þessu hráefni í réttinn. Svo koma k lýsingar á kvittunum. Hver þeirra byrjar á línu með einni heiltölu 1n10000, fjölda rétta sem er á kvittuninni. Þar á eftir koma n línur. Hver þeirra inniheldur nafn á rétti, bili og svo heiltölu 1y500. Þetta merkir að y eintök af réttinum voru keypt. Gefið er að þessir réttir komu fyrir í uppskriftalistanum ofar í inntaki. Sérhvert nafn í inntaki er að hámarki 20 stafir og samanstendur af enskum lágstöfum ásamt undirstrikum. Heildarfjöldi nafna í inntaki verður einnig í mesta lagi 100000.

Úttak

Skrifið út hvað þarf mikið af hverju hráefni, eitt hráefni á hverri línu. Á hverja línu á að skrifa nafn hráefnisins, eitt bil og svo heiltölu sem segir til um hversu mikið þarf af því. Prenta á hráefnin í stafrófsröð. Niðurstrik kemur á undan bókstöfum í stafrófsröð. Ef ekki þarf að nota hráefnið á ekki að prenta það í úttaki.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

50

Það eru mest 500 nöfn í inntakinu.

2

50

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
2 2
hamborgaramaltid
4
buff 1
braud 2
franskar 100
salat 1
hamborgari
2
buff 1
braud 2
1
hamborgaramaltid 4
1
hamborgari 2
braud 12
buff 6
franskar 400
salat 4
Hide