Hide

Problem G
Samlokur

Languages en is
/problems/samlokur/file/statement/is/img-0001.png
Sandvich, intellectual property of Valve Inc.

Atli er mikill samlokuunnandi. Síðustu ár hefur hann þróað með sér mjög tiltekinn smekk á samlokum. Matarbúðin sem Atli fer venjulega í til að kaupa inn er nú lokuð næstu k daga vegna COVID. Þetta veldur Atla vissum áhyggjum því hann verður að fá sínar daglegu samlokur. Hann er með n samlokur í kælinum að svo stöddu. Hverri samloku má lýsa með tveimur tölum ai,bi þar sem ai er gæði i-tu samlokunnar og bi er fjöldi daga þar til hún rennur út. Sérkennilegur smekkur Atla felur það í sér að hann borðar nákvæmlega eina samloku í hádegismat og aðra í kvöldmat. Samtals gæði þessarra tveggja samlokna verður að vera að minnsta kosti 9. Hann lætur hvorki bjóða sér útrunnar samlokur né samlokur með gæði undir 4. Ef samloka rennur út eftir x daga þá má borða hana á degi x eða fyrr, svo samloku með bi=1 verður að borða á fyrsta degi eða henda. Nú veltir Atli því fyrir sér hvort þessar samlokur dugi honum næstu k dagana.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur tvær heiltölur 1n105 og 1k105, fjöldi samlokna og fjöldi daga sem búðin er lokuð. Næsta lína inniheldur n heiltölur 0ai10, gæði samloknanna. Loks inniheldur síðasta línan n heiltölur 0bi109, hversu marga daga hver samloka endist.

Úttak

Ef samlokurnar duga Atla þessa k daga, prentið Jebb. Prentið annars Neibb.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

20

n8

2

20

n102

3

20

n103

4

40

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
8 3
4 4 8 7 2 9 1 6
1 2 3 4 5 6 7 8
Jebb
Sample Input 2 Sample Output 2
4 2
5 6 7 8
1 1 1 2
Neibb
Hide