Hide

Problem E
Hljóðstilling

Languages en is
/problems/hljodstilling/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com
Sara hlustar oft á tónlist í bílferðum með vinum sínum. Hér fylgir rit um samskipti í einni tiltekinni bílferð.
SARA: “Tónlist eða?”
HANNES: “Ehaggi!”
ARNAR: “Hey Google! Play Despacito!”
Hannes stillir hljóðið í fljótu bragði.
SARA: “HVERNIG DIRFISTU AÐ STILLA HLJÓÐIÐ Á 11?!?!? 11 ER EKKI DEILANLEG MEÐ NEINUM AF UPPÁHALDSTÖLUNUM MÍNUM!!!”

Söru finnst nefnilega alveg ómögulegt þegar hljóðstillingin á hljómtækinu er ekki deilanleg með allavega einni af uppáhaldstölunum sínum. Til dæmis ef uppáhalds tölurnar hennar Söru væru 2 og 5 þá væri leyfilegt að stilla hljóðið á 15, 18 eða 20 en 11, 17 eða 21 væru ekki leyfileg gildi. Til að einfalda líf allra þá geta einungis frumtölur verið í uppáhaldi hjá Söru.

Það er mismunandi eftir hljómtækjum á hvaða bili er hægt að stilla hljóðið, en hljómtæki styðja einungis heiltölur. Gefið bilið sem hljómtækið styður og uppáhalds tölurnar hennar Söru geturðu sagt hvað eru margar hljóðstillingar í boði sem hún væri sátt með?

Inntak

Heiltölur L og R, þar sem 1LR1014, bilið sem hljómtækið styður og heiltölu k, þar sem 1k20. Að lokum kemur ein lína með k heiltölum a1,a2,,ak, uppáhalds tölur Söru. Það gildir fyrir öll i2ai7919 og ai er frumtala.

Úttak

Ein heiltala n, fjöldi hljóðstillinga sem Sara er sátt með á þessu hljómtæki.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

20

RL10000

2

20

k=1

3

15

k2

4

15

k3

5

30

Engar frekari takmarkanir.

Sample Input 1 Sample Output 1
1 30 2
2 5
18
Sample Input 2 Sample Output 2
17 100 1
7
12
Hide