Hide

Problem C
DCC líkur

Languages en is

Alice, Egill og Máni eru saman komin ásamt fleirum til að spila hlutverkaspil. Kerfið sem þau eru að spila í kallast DCC (Dragon Claw Conundrums). Máni er að sinna hlutverki GM svo hann biður Alice og Egil að kasta sitt hvorum teningnum til að ákvarða hvor vinnur í sjómann innan hlutverkaspilsins. En í DCC þá virka viðbætur á teningaköst aðeins öðruvísi en í mörgum öðrum kerfum þar sem fasta er lagt við niðurstöðu. Í DCC er svokölluð teningakeðja, hún er

3,4,5,6,7,8,10,12,14,16,20,24,30

Það að bæta 1d við teninginn merkir að þú færir þig upp um einn tening í keðjunni. Svo það að kasta 8 hliða teningi með 2d viðbót merkir að kasta eigi 12 hliða teningi. Allir þessir teningar eru númeraðir frá 1 upp í hliðafjölda og eru allar hliðar jafn líklegar þegar teningi er kastað. Ef beðið er að færa sig upp fyrir 30 gerist ekkert.

Egill á nú að kasta n hliða teningi og Alice m hliða teningi. Alice er nú að velta fyrir sér hversu langt hún er frá því að hafa að minnsta kosti p% líkur á að sigra. Þ.e.a.s. hvað þarf Alice mörg +d til að hafa a.m.k. p% líkur á því að kasta hærri tölu en Egill?

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur tvær tölur n,m. Gefið er að n,m verði alltaf meðal talnanna í teningakeðjunni að ofan. Önnur og síðasta lína inntaksins inniheldur eina tölu 0p100.

Úttak

Prentið minnstu tölu k þannig að ef Alice fær viðbót +kd hafi hún a.m.k. p% líkur á að kasta hærri tölu en Egill. Ef engin slík tala k er til prentið í staðinn Vonlaust!.

Sample Input 1 Sample Output 1
5 24
25
6
Sample Input 2 Sample Output 2
24 12
70
0
Sample Input 3 Sample Output 3
5 30
51
Vonlaust!
Hide