Problem S
Fimbulferð
Languages
en
is
Þetta vor, eins og mörg önnur, hefur haft sinn skerf af einstaklega köldum morgnum. Það er enginn veginn hægt að einbeita sér í tíma ef maður er upptekinn við að örvæntingarfullt reyna ná upp hita í fingrunum. Til að reyna koma í veg fyrir þennan vanda vantar að búa til forrit sem finnur hlýjustu leiðina milli bygginga! Þetta er eðlileg og skilvirk lausn á vandanum.
Inntak
Inntakið byrjar á einni línu með þremur heiltölum $1 \leq V, E \leq 5000$, $1 \leq Q \leq 10^5$. $V$ táknar fjölda bygginga á háskólasvæðinu, $E$ táknar fjölda gönguleiða milli bygginga og $Q$ táknar fjölda fyrirspurna um hlýjustu leiðina. Við númerum byggingarnar frá $1$ til $n$. Næstu $E$ línur lýsa einni gönguleið milli bygginga hver. Hver þeirra lína innihalda þrjár heiltölur $1 \leq a, b \leq V$, $-10^9 \leq t \leq 10^9$. Þetta merkir að til sé gönguleið frá byggingu númer $a$ í byggingu númer $b$ sem verður þess valdandi að maður kólni um $t$. Ef $t$ er neikvæð merkir það að manni hlýnar á leiðinni, t.d. ef er hægt að komast milli bygginganna innandyra. Ekki er endilega hægt að fara frá $b$ til $a$ þrátt fyrir að hægt sé að fara frá $a$ til $b$, t.d. ef ferðin felur það í sér að stökkva framan af svölunum á leiðinni. Loks koma $Q$ línur, hver með einni fyrirspurn. Hver þeirra lína inniheldur tvær heiltölur $1 \leq a, b \leq V$ og er þá verið að biðja um hlýjustu leiðina frá byggingu $a$ til byggingar $b$.
Úttak
Fyrir hverja fyrirspurn á að prenta hversu mikið maður kólnar á leiðinni í besta falli. Ef hægt er að hlýna er prentuð samsvarandi neikvæð tala. Ef ekki er hægt að komast á leiðarenda yfir höfuð skal í stað prenta engin leid. Ef hægt er að labba í hringi og hlýna eins mikið og manni sýnist áður en maður kemst á leiðarenda skal í stað prenta nogu hlytt.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
8 10 3 1 2 10 2 3 -1 3 4 -1 4 2 -1 4 8 10 1 7 10 1 5 10 5 6 -20 6 7 10 7 8 10 1 7 1 8 8 1 |
0 nogu hlytt engin leid |