Problem W
Ný mylla
Languages
en
is
Mörg börn leika sér að því að spila myllu hvort við annað. En eins og mörgum er kunnugt er spilið ekki lengi spennandi fyrir fullorðna því flestir eru fljótir að fatta að ekki er erfitt að leggja á minnið nákvæmlega hvaða hreyfing er best í hverri stöðu. Til að hafa eitthvað að gera meðan að tölvan var að vinna fundu nokkrir tölvunarfræðiprófessorar við Háskóla Íslands upp nýja tegund af myllu til að spila. Leikurinn er spilaður á borði af reitum. Þegar leikmaður á að gera velur hann reit sem er ekki þegar búið að haka í. Síðan hakar hann í þann reit. Einnig hakar hann í reitinn fyrir ofan og þar fyrir ofan, koll af kolli, þar til annað hvort er rekist á jaðar leikborðsins eða reit sem þegar er búið er að haka í. Þetta er síðan endurtekið fyrir hinar höfuðáttirnar, svo þetta er gert upp á við, niður á við, til vinstri og til hægri. Til að leikurinn teljist löglegur þarf að haka í að minnsta kosti $k$ reiti. Leik er þá lokið þegar engir löglegir leikir eru eftir og sá leikmaður sem lék síðast vinnur. Athugum að leikmenn haka báðir í reiti, ekki er annar leikmaður með krossa og hinn hringi eða eitthvað þvíumlíkt eins og í vejulegri myllu. Verandi tölvunarfræðiprófessorar voru þeir samt flestir ekki lengi að búa til forrit sem spila leikinn fullkomlega. Þú hins vegar ætlar að slá þeim við og ekki bara spila leikinn fullkomlega heldur vita fyrir fram hver vinnur að því gefnu að báðir spili fullkomlega.
Inntak
Inntakið er ein lína sem inniheldur þrjár heiltölur $1 \leq n, m, k \leq 100$. Heiltalan $n$ er hversu margir reitir á breidd leikborðið er, $m$ er hversu margir reitir leikborðið er á hæð og $k$ er lágmarksfjöldi reita sem þarf að haka í í hverjum leik eins og lýst að ofan.
Úttak
Ef leikmaðurinn sem byrjar mun vinna, prentið ‘Fyrri!’. Ef seinni leikmaðurinn mun vinna, prentið ‘Seinni!’.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
3 3 1 |
Fyrri! |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
2 2 1 |
Seinni! |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
2 2 2 |
Fyrri! |