Hide

Problem G
Lestir

Languages en is

Þú komst heil/l á húfi til Vilníus og vilt heimsækja ýmsar borgir í Litháen.

Borgirnar eru staðsettar eftir beinni línu og eru númeraðar frá 1 til N. Vilníus er númeruð 1.

Í hverri borg er lestarstöð. Í lestarstöð i-tu borgarinnar getur þú aðeins stigið um borð í þær lestir sem leggja af stað þaðan. Þessi lest mun stoppa í di-tu hverri borg og ferðaáætlun hennar samanstendur af xi stoppum, þar sem við teljum ekki upphafsstöðina. Ef di=0 er lestin sem ætti að leggja af stað frá i-tu borginni biluð, svo þú getur ekki nýtt þá lest.

Nánar tiltekið, ef þú ferð um borð í lestina í i-tu borginni þá getur þú farið út úr lestinni í borg númer i+tdi fyrir öll 1txi. Athugaðu að þar sem þú vilt aðeins heimsækja borgir í Litháen munt þú ekki fara lengra en í N-tu borgina, jafnvel þó lestin hafi fleiri stopp á ferðaáætlun sinni.

Verkefni

Þú vilt heimsækja einhverjar borgir, mögulega með því að taka lest milli þeirra. Nú veltir þú fyrir þér hvað eru margar ólíkar runur borga sem þú gætir heimsótt ef þú byrjar í Vilníus.

Reiknaðu þessa tölu og prentaðu hana mátað við 109+7. Í öðrum orðum, skaltu reikna töluna, deila með 109+7 og taka afganginn af deilingunni til að fá töluna sem skal skrifa út.

Inntak

Á fyrstu línu inntaks er ein heiltala N, fjöldi borga.

Næst fylgja N línur. i-ta þeirra inniheldur tvær heiltölur di og xi, gildin sem gefa ferðaáætlun lestarinnar sem leggur af stað frá i-tu borginni.

Úttak

Prentið eina heiltölu, fjöldi leiða sem þú getur heimsótt eitthvað hlutmengi N borganna, mátað við 109+7.

Takmarkanir

  • 1N105

  • 0di109 (fyrir sérhvert 1iN)

  • 0xi109 (fyrir sérhvert 1iN)

Hlutverkefni

Nr.

Stig

Frekari takmarkanir

1

8

n15.

2

13

n104.

3

16

Fyrir allar lestir gildir di=1.

4

34

Fyrir allar lestir gildir xi=109.

5

29

Engar frekari takmarkanir.

Sýnidæmi

Það eru 7 ferðalög koma til greina:

  • 1

  • 12

  • 124

  • 13

  • 134

  • 135

  • 14

Sample Input 1 Sample Output 1
5
1 3
2 1
1 3
0 10
3 5
7
Hide