Hide

Problem E
Hringvegurinn

Languages en is
/problems/hringvegurinn/file/statement/is/img-0001.jpg
Road eftir Matteo Paganelli, Unsplash
Vegagerðin er að útfæra nýtt tölvukerfi til að halda utan um uppihalds- og viðgerðarkostnaði á vegum landsins. Fyrsta mál á dagskrá er að útfæra kerfið fyrir mikilvægasta veg landsins, hringveginn. Til að einfalda utanumhald er hringveginum fyrst skipt í N jafn langa hluta og eru þeir númeraðir 1,2,,N þar sem 1 er vegurinn sem liggur í vestur frá Akureyri og hlutarnir eru í vaxandi röð eftir því. Þá er hluti N vegurinn austan við Akureyri. Kerfið þarf að styðja eftirfarandi aðgerðir. Hægt þarf að vera að skrá kostnað upp á x fyrir hvern veghluta á einhverjum vegarkafla. Hægt þarf að vera að spyrja hver heildarkostnaður einhvers vegarkafla er hingað til. Loks þarf að vera hægt að breyta tölusetningu kerfisins svo hluti 1 sé á nýjum stað. Vegarkafli merkir hér samfellt bil vegarhluta. Bilið 3,6 eru hlutarnir 3,4,5,6. Hins vegar ef við erum með 6 hluta samtals er 5,2 hlutarnir 5,6,1,2. 3,3 er bara hlutinn 3. Eftir endurtölusetningu er áttun kerfisins áfram eins, þ.e. hlutarnir eru í vaxandi röð þegar ferðast er rangsælis. Snúningur um 1 sæti þýðir þá að vegarhlutinn sem var númeraður 1 er nú númeraður N og vegarhlutinn sem var númeraður 2 er nú númeraður 1.

Inntak

Fyrsta línan inniheldur tvær heiltölur, fjölda vegarhluta N og fjölda fyrirspurna q (1N106, 1q104). Næst fylgja q línur, hver með einni fyrirspurn. Hver fyrirspurn er ein lína og byrjar á tölunni 1,2 eða 3. Ef talan er 1 fylgir næst ein tala t (1tN) sem merkir að hliðra eigi tölusetningunni um t sæti rangsælis. Ef talan er 2 fylgja næst þrjár heiltölur l,r,x (1l,rN, 1x109) sem merkir að uppfæra eigi heildarkostnað á vegarkaflanum frá l til r um x á hvern hluta. Loks ef talan er 3 fylgja tvær heiltölur l,r (1l,rN) og á þá að prenta út heildarkostnað hingað til á vegarkaflanum frá l til r.

Úttak

Skrifa á út eina línu fyrir hverja fyrirspurn sem byrjar á tölunni 3 og samsvarandi úttaki er lýst að ofan.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

20

1n1000

2

50

lr í öllum vegarköflum og engar snúningsskipanir

3

30

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
10 10
2 2 4 3
2 3 3 4
3 3 4
3 4 2
1 1
2 4 1 7
3 1 3
1 5
3 10 1
3 2 2
10
6
20
14
7
Hide