Hide

Problem E
Fjallamynstur

Languages en is

Þér hefur borist mynd af vini þínum sem er úti í fjallagöngu. Þú veist í hvaða fjallgarði hann er, en veist ekki hvar í þeim fjallgarði. Því er planið að bera myndina saman við gögn um form fjallgarðsins til að finna út úr því hvar hann er, eða alla vega njörva niður möguleikana.

Fjallgarðinum er lýst sem runu talna þar sem hver tala gefur hæð fjallgarðsins á þeim stað. Myndin er einnig gefin sem runa hæða, hæð fjallgarðsins í myndinni á þeim stað. Ekki er vitað hvað er langt frá botn myndarinnar niður að jörðinni, svo ef runa talna í fjallgarðinum er jöfn myndinni upp að fasta teljum við það mögulega staðsetningu. T.d. ef myndin er 10 20 5 passar það við 20 30 15.

Inntak

Inntakið byrjar á tveimur heiltölum $2 \leq m \leq n \leq 5 \cdot 10^5$, lengd rununnar sem samsvarar myndinni og lengd rununnar sem samsvarar fjallgarðinum. Næst kemur ein lína með $m$ heiltölum $0 \leq p_ i \leq 10^9$, hæðirnar á fjallgarðinum í myndinni. Loks kemur lína með $n$ heiltölum $0 \leq h_ i \leq 10^9$, hæðirnar á fjallgarðinum í heild sinni.

Úttak

Prentið alla vísa $i$ þannig að myndin passi við vísana $i, i + 1, \dots , i + m - 1$ í vaxandi röð með bili á milli. Ef engir slíkir vísar eru til prentið í staðinn tyndur.

Sample Input 1 Sample Output 1
3 8
5 9 13
8 12 16 12 8 4 8 12
0 5
Sample Input 2 Sample Output 2
2 8
2 2
1 2 3 4 5 6 7 8
tyndur