Hide

Problem D
D Fyrir Dreki

Languages en is
/problems/dfyrirdreki/file/statement/is/img-0001.png
Mynd fengin af commons.wikimedia.org

Daði Dreki er alltaf að æfa sig að verða meira hugaður og það næsta hjá honum er skoða hversu hugaður hann er í heimi stærðfræðinnar. Eins og allir vita þá eru það bara þau djörfu og hugrökku sem geta fundið rætur á annars stigs margliðum og vill því Daði verða einn þeirra. Það er eitt sem flækist samt alltaf fyrir Daða og það er að það geta verið ein, tvær eða engar rauntölurætur á hverri annars stigs margliðu. Daði biður þig því um hjálp við að finna hversu margar rauntölurætur eru á hverri annars stigs margliðu. Getur þú hjálpað Daða að verða meira hugaður?

Annars stigs raunmargliða er stæða á forminu $ax^2 + bx + c$ þar sem $a$, $b$ og $c$ eru gefnar rauntölur með $a \neq 0$ og $x$ er breyta.
Dæmi um þetta eru:

  • $-2x^2 + 7x - 1$ þar sem $a = -2$, $b = 7$ og $c = -1$

  • $x^2 - 9$ þar sem $a = 1$, $b = 0$ og $c = -9$

  • $10x^2 - x$ þar sem $a = 10$, $b = -1$ og $c = 0$

Inntak

Inntakið samanstendur af þremur línum, hver með einni heiltölu. Fyrsta línan inniheldur gildið á $a$, önnur línan inniheldur gildið á $b$ og þriðja línan inniheldur á $c$. Heiltölurnar $a, b$ og $c$ eru stuðlarnir fyrir annars stigs margliðuna $ax^2 + bx + c$, þar sem $-100 \leq a, b, c \leq 100$ og $a \neq 0$.

Úttak

Skrifaðu út hversu margar rauntölurætur annars stigs margliðan hans Daða hefur.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

30

Alltaf tvær rætur

2

30

Annaðhvort engar eða tvær rætur

3

40

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
-5
1
1
2
Sample Input 2 Sample Output 2
1
1
1
0
Sample Input 3 Sample Output 3
2
4
2
1