Hide

Problem A
Hreyfa

Languages en is

Skrifið forrit sem spyr notandann fyrst um staðsetningu sýndarveru á x-ás í hnitakerfi og gerir síðan kleift að færa sýndarveruna til hægri eða vinstri sem gefið er til kynna með stöfunum r eða l. Notandinn á að geta fært sýndarveruna eins oft og hann vill en ef inntakið er hvorki rl þá hættir forritið keyrslu. Ný staðsetning sýndarverunnar og leiðbeiningar fyrir notandann eru skrifaðar á skjáinn í hverri ítrun eftir inntak r eða l

Leyfilegt bil á $x$-ásnum, sem sýndarveran getur ferðast eftir, er frá $1$ til $10$. Ef sýndarveran er þegar staðsett á öðrum enda bilsins þá færist hún ekkert þegar reynt er að færa hana út fyrir bilið.

Frekari upplýsingar um útfærsluna:

  1. Ef upphafsstaða sýndarverunnar er ekki á milli $1$ og $10$ þá skal forritið spyrja notandann aftur þangað til upphafsstaðan er gild.

  2. Núverandi staða sýndarverunnar er sýnd með o en aðrar stöður á $x$-ásnum eru sýndar með x.

  3. Útfæra á tölurnar $1$ og $10$ og stafina r og l með föstum. Fasti í Python er breyta hvers gildi á ekki að breytast í keyrslu forritsins. Góð regla er að nota hástafi fyrir nöfn á föstum.

  4. Þið eigið að nota föll í útfærslunni. Það er í lagi að aðalforritið ykkar innihaldi lykkjuna en meginmál lykkjunnar á að mestu að vera framkvæmt með fallaköllum.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

10

Engar ógildar upphafsstaðsetningar og engar hreyfingar framkvæmdar.

2

10

Engar hreyfingar framkvæmdar.

3

10

Engar ógildar upphafsstaðsetningar, aðeins vinstri hreyfingar og aldrei reynt að fara út af jaðrinum.

4

10

Engar ógildar upphafsstaðsetningar, aðeins hægri hreyfingar og aldrei reynt að fara út af jaðrinum.

5

10

Engar ógildar upphafsstaðsetningar, aldrei reynt að fara út af jaðrinum.

6

10

Engar ógildar upphafsstaðsetningar, aðeins vinstri hreyfingar.

7

10

Engar ógildar upphafsstaðsetningar, aðeins hægri hreyfingar.

8

10

Engar ógildar upphafsstaðsetningar.

9

10

Aldrei reynt að fara út af jaðrinum.

10

10

Engar frekari takmarkanir.

Read Sample Interaction 1 Write
Position in [1..10]: 
0
Position in [1..10]: 
11
Position in [1..10]: 
7
xxxxxxoxxx
l: left
r: right
Move: 
r
xxxxxxxoxx
l: left
r: right
Move: 
r
xxxxxxxxox
l: left
r: right
Move: 
l
xxxxxxxoxx
l: left
r: right
Move: 
r
xxxxxxxxox
l: left
r: right
Move: 
r
xxxxxxxxxo
l: left
r: right
Move: 
r
xxxxxxxxxo
l: left
r: right
Move: 
q