Hide

Problem A
Heiltölueinkenni

Languages en is

Skrifaðu forrit sem gerir eftirfarandi:

  1. Endurtekið athugar hvort heiltala sé með $10$ eða fleiri jákvæða deila. Tala $d$ er sögð vera deilir af tölu $n$ ef það er enginn afgangur eftir deilingu $n$ með $d$. Endurtekningin skal hætta um leið og inntakið er q eða Q.

  2. Les síðan heiltöluna $n$ af lyklaboði. Finnur og skrifar út:

    1. allar jákvæðar tveggja stafa heiltölur til og með $n$ þar sem summa tölustafa í öðru veldi er jöfn tölunni sjálfri;

    2. og allar jákvæðar þriggja stafa heiltölur til og með $n$ þar sem summa tölustafa í þriðja veldi er jöfn tölunni sjálfri.

Inntak

Fyrst er inntakið fyrir hluta eitt gefið: Núll eða fleiri heiltölur munu koma fyrir í inntakinu, hver tala á sinni línu, og næst fylgir lína með einungis q eða Q, sem táknar enda endurtekningarinnar.

Svo er inntak fyrir hluta tvö gefið: Ein lína með heiltölunni $n$.

Gera má ráð fyrir að sérhver heiltala sé minnst $10$ og mest $999$.

Úttak

Fyrir sérhverja heiltölu í hluta eitt skal forritið skrifa út yes ef talan er með $10$ eða fleiri jákvæða deila, annars skal forritið skrifa út no.

Næst skal forritið skrifa út sérhverja tölu sem það finnur í hluta tvö út í hækkandi röð, hverja tölu á sinni eigin línu.

Forritið verður að framkvæma inntak og úttak í réttri röð. Í öðrum orðum getur forritið ekki lesið inn næstu heiltölu fyrr en það hefur skrifað úttakið fyrir þá síðustu.

Read Sample Interaction 1 Write
24
no
48
yes
88
no
96
yes
q
999
81
512