Hide

Problem B
Spritt

Languages en is
/problems/spritt/file/statement/is/img-0001.png
Núna eru allir að spritta á sér hendurnar í HR og Elvar veit ekki hvort það sé til nóg af sprittbrúsum fyrir allar þessar stofur. Elvar veit hversu margir sprittbrúsar eru til og hversu marga brúsa hver stofa þarf, en þar sem Elvar er mjög upptekinn þá á hann erfitt með að finna út hvort nóg sé til af sprittbrúsum og biður um þína hjálp.

Inntak

Fyrsta línan í inntakinu inniheldur tvær heiltölur $n$ ($1 \leq n \leq 10^6$) fjöldi stofa í HR, og $x$ ($1 \leq x \leq 10^8$) hversu mikið af sprittbrúsum eru til.

Síðan koma $n$ línur, ein fyrir hverja stofu, þar sem lína $i$ inniheldur eina heiltölu $a_ i$ ($1 \leq a_ i \leq 10^8$), hversu marga sprittbrúsa hver stofa $i$ þarf. Það er gefið að summan yfir öll $a_ i$ mun ekki fara yfir $2 \cdot 10^9$.

Úttak

Ein lína Jebb ef hægt er að láta allar stofur fá það magn af sprittbrúsum sem þær þurfa, eða Neibb ef það er ekki hægt.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

50

$1 \leq n \leq 10^3$

2

50

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
5 12
3
1
4
2
2
Jebb
Sample Input 2 Sample Output 2
3 2
1
2
3
Neibb