Problem F
Hackenbush einfaldleiki
Languages
en
is
Við útreikning á Hackenbush stöðum þarf oft að beita tiltekinni aðgerð. Hún tekur tvö gildi $x, y$ sem eru bæði tvíundabrot og skilar öðru tvíundabroti. Ef til er heiltala $z$ þannig að $x < z < y$ þá skilar aðgerðin heiltölu, heiltölunni $z$ sem uppfyllir $x < z < y$ og hefur minnsta algildi. Ef ekki er til slík heiltala $z$ þá skilar aðgerðin brotinu $p/2^q$ sem uppfyllir $x < p/2^q < y$ og hefur minnsta veldið af $q$ í nefnara. Þetta brot er ótvírætt ákvarðað.
Öll brot í verkefninu eru gefin á forminu x/2q þar sem $x, q$ eru heiltölur, auk þess er $q \geq 0$. Ef brotið er heiltala er /20 sleppt. Þessi brot eru ávallt fullstytt.
Inntak
Inntakið er tvær línur, hver með einu broti á forminu lýst að ofan. Þetta gefur gildin $x, y$ sem eru inntök aðgerðarinnar. Gefið er að $x < y$. Nefnarar verða með veldi jafnt í mesta lagi $10^9$ og teljarar verða með mest $10^4$ stafi.
Úttak
Prentið útkomu þess að beita aðgerðina á $x, y$. Prentið úttakið á forminu sem lýst er að ofan.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
3/2^2 7/2^3 |
13/2^4 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
-1/2^2 1/2^9 |
0 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
9/2^2 19/2^2 |
3 |
Sample Input 4 | Sample Output 4 |
---|---|
1 2 |
3/2^1 |