Hide

Problem J
Málamiðlunarflatarmál 2

Languages en is

Það eru $n$ kjósendur. Tákna má draumastefnu $i$-ta kjósandans með punkti $(x_i, y_i)$ í planinu. Sérhver kjósandi hefur sveigjanleika $r_i$, sem táknar hversu langt stefna má vera frá draumastefnu hans þannig hann sé enn ánægður með stefnuna, frekar en óánægður. Slíkar stefnur segjum við að séu í samþykktarsvæði kjósandans. Nota má margar mismunandi firðir, en við höldum okkur við Evklíðska fjarlægð. Hver kjósandi er því táknaður með hringskífu.

Þessir kjósendur vilja koma til móts við hvorn annann og skoðum við því sniðmengi samþykktarsvæða þeirra. Ákvarðið flatarmál þessa svæðis.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur heiltölu $n$, fjölda kjósenda, þar sem $1 \leq n \leq 500$. Svo fylgja $n$ línur. Lína $i$ inniheldur þrjár heiltölur $x_i, y_i, r_i$, sem tákna kjósanda $i$.

Öll hnit eru á bilinu $-10^4$ til $10^4$, endapunktar meðtaldir. Allir geislar (sveigjanleikar) eru á bilinu $1$ til $2 \cdot 10^4$, endapunktar meðtaldir. Þú mátt gera ráð fyrir að engir tveir kjósendur hafi nákvæmlega sömu skoðanir. Þú mátt einnig gera ráð fyrir að engir tveir skurðpunktar á jöðrum skífanna séu ólíkir en mjög nálægt hvorum öðrum þannig það sé mjög erfitt að gera greinarmun á þeim.

Úttak

Prentið flatarmál svæðisins sem sniðmengi skífa kjósendanna skilgreinir.

Svar þitt telst rétt ef hlutfallsleg skekkja þess frá réttu svari er mest $10^{-4}$.

Sample Input 1 Sample Output 1
1
0 0 10
314.1592653589793116
Sample Input 2 Sample Output 2
3
0 0 1
2 0 1
50 50 1000
0.0000000000000000
Sample Input 3 Sample Output 3
3
75 83 62
6 62 78
45 89 100
5680.8875646107945934
Sample Input 4 Sample Output 4
4
19 86 68
34 46 54
87 19 68
94 62 65
2102.5930287550281506
Sample Input 5 Sample Output 5
5
-4 -7 90
40 30 100
3 4 54
-6 10 70
0 -20 80
9160.8841778678367263
Sample Input 6 Sample Output 6
5
0 2 3
0 2 2
2 0 2
0 -2 2
-2 0 2
0.0000000000000000
Sample Input 7 Sample Output 7
5
-16 63 65
-63 16 65
8 -57 65
55 -10 65
-4 3 5
65.3377413437073932