Hide

Problem I
Flatarmál hringsneiðar

Languages en is

Þú færð gefna hringsneið, gefið sem hringur með miðju $x, y$ og radíus $r$ ásamt tveimur geislum frá miðju hringsins með stefnur $x_a, y_a$ og $x_b, y_b$. Geislarnir skera hringinn í tveimur (ekki endilega ólíkum) punktum $x_p, y_p$ og $x_q, y_q$. Þessir tveir punktar skilgreina bæði streng milli sín í hringnum og hringboga milli sín meðfram hringnum. Hringboginn er sá sem fer frá $x_p, y_p$ til $x_q, y_q$ réttsælis. Finnið flatarmál svæðisins milli strengsins og hringbogans, það er að segja flatarmál hringsneiðarinnar.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur þrjár heiltölur $x, y, r$ þar sem $0 \leq r \leq 10^5$. Önnur línan gefur heiltölurnar $x_a, y_a$. Þriðja línan gefur heiltölurnar $x_b, y_b$.

Öll hnit eru á bilinu $-10^5$ til $10^5$, endapunktar meðtaldir.

Úttak

Prentið flatarmál hringsneiðarinnar. Svar þitt telst rétt ef bein eða hlutfallsleg skekkja þess frá réttu svari er mest $10^{-4}$.

Sample Input 1 Sample Output 1
3 3 6
5 2
5 2
0.000000000000
Sample Input 2 Sample Output 2
-5 4 5
-4 3
3 4
7.134954084936
Sample Input 3 Sample Output 3
3 3 6
3 5
5 2
0.806169273811
Sample Input 4 Sample Output 4
0 0 10
100 0
0 100
285.619449019234
Sample Input 5 Sample Output 5
0 0 10000
10000 0
10000 1
314159265.358970978850
Sample Input 6 Sample Output 6
0 0 10000
10000 1
10000 0
0.000008332768